Saga Samhjálpar

Upphaf Samhjálpar starfsins má rekja til ársins 1971. Georg Viðar Björnsson var illa farinn vegna áfengis og eiturlyfjaneyslu. Hann fór í meðferð hjá LP stiftelsen í Svíþjóð. Eftir meðferðina í Svíþjóð, kom Georg heim til Íslands og fékk inni í bílskúr á Sogavegi 158. Hann fékk strax löngun til að hjálpa gömlu drykkjufélögunum og heimsótti m.a Litla-Hraun, Gunnarsholt, Víðines og Skólavörðustíg 9. Hann fór oft niður á togarahöfnina og um borð í skipin og ræddi við fyrri félaga sína um lausnina og frelsið sem hann hafði eignast og reglulega vildu sumir þeirra fylgja honum heim og þiggja aðstoð í bágum kringumstæðum. Ekki voru allir hrifnir af því að fyrrverandi afbrota- og drykkjumaður fengi að hýsa marga menn á eigin ábyrgð og töldu að heilbrigðisyfirvöld ættu að taka í taumana. Öðrum fannst þvert á móti að þetta ætti að styðja og í blaðagrein sem Svava Jakobsdóttir skrifaði í einu dagblaðanna, sagði hún það vera einkennilegt að menn fengju að liggja kaldir og svangir og jafnvel deyja í yfirgefnum bílum, undir bátum og á öðrum stöðum, en síðan fyndist sumum það rangt þegar maður, sem sjálfur hefði verið óreglumaður en náð sér upp úr því, vildi gera gott fyrir meðbræður sína.

Meðferðarheimili

Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal

Forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, sem þá var Einar J. Gíslason, varð fimmtugur 31. jan. 1973. Hann vildi að afmælisgjafir hans rynnu til „Samhjálpar.“ Á hátíðarsamkomu, honum til heiðurs, söfnuðust 122.000 krónur. Þá var Samhjálp jafnframt stofnsett. Í mars sama ár var upphæðin komin í 400.000 krónur og hafist var handa við að leita að hentugu húsnæði fyrir meðferðarheimili, og fannst það í Mosfellsdal. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur átti húsið Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal sem þá var til sölu, en aðeins fyrir góðgerðarstarfsemi. Afmælisgjöf Einars J. nægði sem útborgun fyrir Hlaðgerðarkoti og var það keypt því það þótti henta einkar vel sem meðferðarheimili.

Þann 6. júlí 1974 var Hlaðgerðarkot vígt sem meðferðarheimili og voru 14 vistmenn fyrstu vikuna. Í dag eru að jafnaði 30 vistmenn. Framkvæmdastjóraskipti urðu í maí 1977 og var þá Óli Ágústsson ráðinn forstöðumaður/framkvæmdastjóri Samhjálpar og gekk hann inn í það starf ásamt konu sinni Ástu Jónsdóttur. Óli gerðist fljótt umsvifamikill og stofnaði líknarsjóðinn „Samverjann“ haustið 1978. Tilgangur sjóðsins var að annast líknarmál og uppbyggingu starfsaðstöðu. Til að afla fjár fyrir sjóðinn var ráðist í útgáfu á fyrstu hljómplötu Samhjálpar sem kom út 1978. Það var platan "Jesús lifir", með Fíladelfíukórnum í Reykjavík. Bókin "Krossinn og hnífsblaðið" var líka gefin út 1978, en hún hafði þá verið þýdd á 40 tungumálum og hafði selst í yfir 20 milljónum eintaka um heiminn. Ágóði af plötu- og bókaútgáfunum rann óskiptur til uppbyggingar starfsins í Hlaðgerðarkoti. Blaðaútgáfa hófst svo árið 1983 og stendur enn.

Samhjálp færir út kvíarnar.

Skrifstofur og önnur starfsemi að Hverfisgötu 42

Árið 1978 opnaði Samhjálp skrifstofu að Hátúni 4a í Reykjavík. Fram að því hafði öll starfsemin verið í Hlaðgerðarkoti. Stuttu síðar var Hverfisgata 44 tekin á leigu með leigumála til tveggja ára og samtímis fengust afnot af sal Söngskólans í bakhúsinu, sem áður hafði verið samkomusalur Fíladelfíu í rúm 24 ár, frá október 1937 til febrúar 1962. Hverisgata 42 keypt Árið 1980 voru fest kaup á Hverfisgötu 42, fyrstu hæð sem verið hafði verkstæði Sindra og ½ þriðja hæðin. Alls um 440 m2. Starf Samhjálpar óx og blómstraði. Félagsmiðstöð 2. apríl 1983 voru Þríbúðir opnaðar að Hverfisgötu 42. Starfið var að þróast og fyrstu 9 mánuðina höfðu verið haldnar þar 80 samkomur og fundir. Starfsemin að Hverfisgötu 42 vex Kaffistofa Samhjálpar var opnuð í maí 1983 í gamla söngskólanum sem var bakhús á milli húsanna nr. 42 og 44. Þvínæst var áfangaheimili opnað á Hverfisgötu 42. Þar gátu 15 einstaklingar dvalið í einu.

Kaffistofa opnuð fyrir utangarðsmenn og þá sem minna mega sín

Starfsemin að Hverfisgötu 42 vex

Kaffistofa Samhjálpar var opnuð í maí 1983 í gamla söngskólanum sem var bakhús á milli húsanna nr. 42 og 44. Þvínæst var áfangaheimili opnað á Hverfisgötu 42. Þar gátu 15 einstaklingar dvalið í einu.

Forstöðumanna/framkvæmdastjóra skipti

Húsnæðið að Hverfisglötu selt og Stangarhylur 3 keyptur

Árið 2000 tók Guðni Heiðar Guðnason við forstöðu Samhjálpar. Kona hans, Sigrún Drífa Jónsdóttir starfaði við hlið hans eins og klettur í starfi Samhjálpar. Árið 2011 tók Karl V. Matthíasson við sem framkvæmdastjóri. Í byrjun júní 2014 var Vörður Leví Traustason ráðinn framkvæmdastjóri en starfaði þó sem framkvæmdastjóri frá 1. mars sama ár í hlutastarfi. Þann 1. júlí sama ár var Guðmundur G. Sigurbergsson ráðinn fjármála- og rekstrarstjóri og gegnir hann því starfi ennþá.

Vörður Leví lét af störfum vegna aldurs í október 2019 og þann 1. nóvember sama ár tók Valdimar Þór Svavarsson við sem framkvæmdastjóri.

Skrifstofa Samhjálpar flytur.

Húsnæðið að Hverfisgötu 42 var selt árið 2006 og nýtt húsnæði keypt að Stangarhyl 3 í Reykjavík.

Þar voru höfuðstöðvar Samhjálpar, göngudeild, félagsstarf, samkomur, AA fundir, nytjamarkaður og símaver. 20. desember 2014 var húsnæðið að Stangarhyl selt og annað húsnæði tekið á leigu í Hlíðasmára 14, 3h. í Kópavogi. Þar eru í dag skrifstofur og símaver.

Áfanga- og stuðningsheimili

Spor, Brú, M18 og N30

Sporið: Vagnhöfða 7 var opnað í april 2009. Þar eru 17 einstaklingsherbergi. Íbúar áfangaheimilanna þurfa að taka þátt í dagskrá sem eru morgunfundir fjórum sinnum í viku, ein samkoma í viku og einn AA fundur. Íbúum er boðið upp á einkaviðtöl eftir þörfum. Sporinu í Vagnhöfða var lokað í janúar 2019. Við tóku tvö einbýlishús fyrir 4 einstaklinga hvor, kynjaskipt. 

Brú: Höfðabakka 1 var opnaði í maí 2006. Þar eru 19 einstaklingsíbúðir. Félagsbústaðir eiga og leigja íbúðirnar, en Samhjálp þjónustar íbúana og sér um skráningu á leigutökum.

Stuðnings- og áfangaheimilið M18: Opnaði í ágúst 2003 og er rekið í samvinnu við Félagsþjónustuna í Reykjavík. Það er heimili fyrir heimilislausa Reykvíkinga. Þar eru pláss fyrir 8 karlmenn. Heimilið er nokkurskonar áfangaheimili en með miklum stuðningi. Markmið M18 er að styðja þá einstaklinga til bata sem ekki hafa náð bataferli eftir hefðbundnum meðferðarúrræðum. Eftir meðferð á M18 hafa margir náð góðri heilsu og eru færir um að leita sér að eigin húsnæði.

Stuðningsheimilið N30: Samhjálp tók við rekstri áfangaheimilisins að Nýbýlavegi 30 fyrir velferðarsvið Kópavogsbæjar haustið 2017. Það er rekið eftir samskonar stefnu og M18.

Gistiskýlið

Samhjálp rak gistiskýlið til margra ára en í dag sér Velferðarsvið Reykjavíkur um reksturinn

Það var áður í gamla farsóttarhúsinu byggt 1884. Það var rekið í samvinnu við Velferðarsvið Reykjavíkur til margra ára. Heimilið er eingöngu fyrir heimilislausa karla. Þar voru 20 uppábúin rúm. Opið frá kl.17 seinnipart dags til kl.10 að morgni næsta dags, alla daga árið um kring. Á hverri nóttu leggjast þeir í hrein rúm og fá bað- og þvotta aðstöðu. Boðið upp á matarmikla súpu á kvöldin og góðan og hollan morgunverð. Gistiskýlið flutti 27. okt. 2014 í nýuppgert og glæsilegt hús. Þangað sækja oft mjög veikir alkóhólistar sem eiga að baki langa og stranga neyslu margvíslegra vímugjafa. Sumir þeirra hafa lifað á götum borgarinnar vikum saman þegar þeir knýja dyra. Samhjálp hefur séð um reksturinn til margra ára en Velferðarsvið Rvk. tók yfir reksturinn 1. júní 2015.

Kaffistofan: Borgartúni 1a (við Guðrúnartún, Sæbrautarmegin)

Á Kaffistofu Samhjálpar eru gefnar um 67.000 máltíðir árlega

Opin alla daga ársins, á virkum dögum frá kl. 10–14, um helgar 11-15 og á stórhátíðum frá kl. 11-13. Kaffistofa Samhjálpar byrjaði að Hverfisgötu 42 var opnuð árið 1983 og var þá einungis opin á virkum dögum og á stórhátíðum. Kaffistofa Samhjálpar er fyrir utangarðsfólk og alla sem eru í neyð. Um 67.000 máltiðir eru gefnar á ári hverju á Kaffistofunni og þrátt fyrir vaxandi velmegun í þjóðfélaginu finnum við fyrir aukinni aðsókn ár hvert.

Skrifstofa, Hlíðasmára 14, 3h, 201 Kópavogi

Skrifstofur og úthringiver.

Í ársbyrjun 2015 fluttist Samhjálp með skrifstofur sínar og úthringiver að Hlíðarsmára 14 í Kópavogi og er þar haldið utan um meginstarfsemi Samhjálpar.
Allan ársins hring sinnir úthringiverið fjáröflunarverkefnum og hluti af vinnslu Samhjálparblaðsins fer fram í Hlíðarsmáranum, en það kemur út þrisvar á ári.

Samkomur / félagsmiðstöð

Samhjálparsamkomur eru alla fimmtudaga kl. 20 þær fáum við að halda í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík

Þær eru miðpunktur félagsstarfsins og án efa fjölmennasti viðburðurinn. Um 150 manns sækja þær hverju sinni. Þangað sækja núverandi og fyrrverandi skjólstæðingar Samhjálpar, aðstandendur þeirra sem eru í meðferð á hverjum tíma, svo og áhugafólk um starf Samhjálpar. Á samkomunum er ræðumaður, fólk sem deilir reynslu sinni, styrk og von svo er boðið uppá fyrirbæn fyrir þá sem vilja. Í lokin er kaffi og samfélag. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessar stundir.

Markaður Samhjálpar er í Ármúla 11

Allur ágóði markaðirns rennur til þróttmikils starf Samhjálpar.

Markaðurinn flutti frá Stangarhylnum, 14. febrúar 2015 í Ármúa 11. Hann er opinn alla virka daga frá kl. 11 til 18 og laugardaga frá kl. 13 til 15. Tekið er á móti öllum, fatnaði, skóm og minni búsáhaldavörum á opnunartíma. Nánari upplýsingar í s: 842 2030.

Landssöfnun

Eitt af stærri átökum sem Samhjálp hefur staðið fyrir var að fara í landssöfnun í sjónvarpi.

Laugardagskvöldið 21. nóvember 2015 var fjögurra tíma útsending frá Hörpu sem Samhjálp stóð fyrir í samvinnu við Stöð2. Þetta var sannkölluð tónlistarveisla og frábærar reynslusögur. Allir sem fram komu gáfu vinnu sína og söfnuðust á þessu kvöldi um 85 milljónir fyrir nýrri byggingu í Hlaðgerðarkoti, en elsta bygging meðferðarheimilisins er komin vel til ára sinna og er nánast ónýt. Framkvæmdir nýbyggingarinnar hófust vorið 2016 og lauk um haustið 2019.