Markmið Samhjálpar

Markmið Samhjálpar er að veita bjargir til þeirra einstaklinga sem halloka hafa farið í lífinu, vegna áfengis- og fíknisjúkdóms, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála og með því stuðla að velferð og sjálfsbjörg þeirra. 

Skrifstofa Samhjálpar eru að Hlíðasmara 14, 3h, 201 Kópavogi en þar er einnig úthringiver til húsa. Samhjálp félagasamtök hafa starfað að góðgerðarmálum og hjálparstafi síðan 1973 með góðum árangri og allan þann tíma staðið vaktina fyrir þá aðila sem minna mega sín og hafa átt við áfengis- og vímaefnavanda að stríða.

Samhjálp rekur meðferðarheimili fyrir 30 einstaklinga. Fimm áfangahús og kaffistofu fyrir þá sem minna mega sín. Að staðaldri eru um 80 manns í langtímaúrræði á vegum Samhjálpar á hverjum degi.

Eftirtalin úrræði eru á vegum Samhjálpar. 

  • Meðferðaheimilið Hlaðgerðarkot; 
  • Áfangahúsið Brú; 
  • Áfangahúsin Spor; 
  • Áfanga- og stuðningsbýlið M18 og Nýbýlavegi 30; 
  • Kaffistofan; 
  • Nytjamarkaður.