Að venju verður dagskráin á Kótilettukvöldinu fjölbreytt og stórglæsileg!
Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forsteti Íslands, verður heiðursgestur líkt og undafarin ár.
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, ætlar að sjá um veislustjórnina. Okkar ástsæli Pálmi Gunnarsson ætlar að taka lagið og svo ætlar engin önnur en Gréta Salóme að syngja og sýna okkur snilldartaktana á fiðlunni, eins og henni einni er lagið.
Samhjálparbandið verður að sjálfsögðu á sínum stað á sviðinu, við munum fá að heyra vitnisburði frá tveimur einstaklingum sem ætla deila sögu sinni með okkur og svo má nú ekki sleppa því að nefna matinn - kótilettur að hætti mömmu með öllu tilheyrandi!
Það má enginn láta þetta kvöld fram hjá sér fara - enn eru nokkrir miðar til. Hafið samband við skrifstofu til að tryggja ykkur miða á glæsilegustu skemmtun ársins! Netfang: samhjalp@samhjalp.is og símanr. 561-1000